Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 04. september 2018 17:44
Mist Rúnarsdóttir
Freyr er hættur með A-landslið kvenna (Staðfest)
Icelandair
Freyr stýrði landsliðinu í síðasta sinn eftir 5 ára starf
Freyr stýrði landsliðinu í síðasta sinn eftir 5 ára starf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er úti og þá var ég búinn að tilkynna sambandinu að ég myndi hætta eftir þessa keppni. Þetta var minn seinasti landsleikur og þá eru blendnar tilfinningar sem fylgja því,“ sagði Freyr Alexandersson fráfarandi landsliðsþjálfari þegar Fótbolti.net spurði hann út í framtíð hans með liðið.

„Það er kominn tími á að fá nýjan mann inn. Það hefur ekkert með það að gera að það hafi eitthvað bjátað á. Þetta er búið að vera frábært samstarf.“

„Það eru komin 5 ár núna og ég vildi að það kæmi nýr maður inn. Ég vil fá góðan mann eða konu sem að fylgir því eftir sem ég hef verið að gera. Ég veit að það er hægt að gera meira og ég tel það vera gott fyrir liðið að fá nýja rödd núna. Ég verð hérna til staðar 100% og mun bakka upp næsta þjálfara í því sem hann er að gera,“
sagði Freyr sem gengur stoltur frá borði.

„Þetta eru tímamót og mín upplifun er að þetta hafi verið stórkostlegur tími.“

Nú liggur fyrir að KSÍ fer að leita að nýjum þjálfara fyrir A-landsliðið. Freyr viðurkennir að hafa sínar skoðanir á hver eigi að taka við en bendir jafnframt á að það er ekki í hans verkahring. Hann er þó reiðubúinn til að aðstoða knattspyrnusambandið við leitina að næsta þjálfara.

„Það er ekki minn að velja eftirmanninn. Ef þau leita aðstoðar eða ráðgjafar þá verð ég til staðar.“

Ítarlegra viðtal birtist við Frey hér á Fótbolta.net innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner