Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. nóvember 2018 18:30
Fótbolti.net
Alfreð gæti orðið heitur janúarbiti
Fer Alfreð Finnbogason í enska boltann í janúar?
Fer Alfreð Finnbogason í enska boltann í janúar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska félagið Augsburg mun örugglega fá tilboð í Alfreð Finnbogason í janúarglugganum. Þetta telja þeir Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz sem ræddu um frammistöðu Alfreðs í Innkastinu sem kom inn í gærkvöldu.

„Hann er bara einu marki frá markahæstu mönnum deildarinnar þrátt fyrir að hafa bara getað tekið þátt í helming leikja. Geggjaður gaur," segir Elvar.

„Félög sem þurfa að fara að skora mörk og ætla að nýta þennan janúarglugga og skoða hvaða leikmenn er raunhæft að sækja... þar hlýtur nafn Alfreðs Finnbogasonar að koma fljótlega á borðið,"

Daníel tekur undir það.

„Það myndi ég segja. Ef við tökum ensku úrvalsdeildina þá getum við séð lið eins og Crystal Palace og Newcastle reyna að fá hann. Þegar Palace sækir þá vill liðið keyra á þetta, ekki ósvipað og Liverpool. Alfreð myndi henta mjög vel í það," segir Daníel.

Alfreð skoraði sitt sjötta í fimm deildarleikjum um liðna helgi en hann virðist vera óstöðvandi fyrir framan markið þessa stundina. Það sem er merkilegast við þessa markaskorun er að Alfreð hefur aðeins átt sex skot á markrammann á tímabilinu, og öll hafa þau endað í netinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið
Athugasemdir
banner
banner
banner