Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. nóvember 2018 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dino Gavric í Þór (Staðfest)
Dino Gavric.
Dino Gavric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Þórs og Dino Gavric hafa komist að samkomulagi um að Dino gangi til liðs við Þór. Þór gefur út tilkynningu þess efnis á þessu þriðjudagskvöldi. Samningurinn er til tveggja ára.

Dino er reynslumikill króatískur varnarmaður sem kemur til Þórs eftir að hafa verið hjá Fram undanfarin þrjú keppnistímabil. Hjá Fram var hann meðal annars valinn leikmaður ársins sumarið 2016.

Dino flytur til Akureyrar ásamt einkonu sinni strax á nýju ári.

Gregg Ryder þjálfari Þórs var að vonum kátur eftir að búið var að ganga frá félagaskiptunum.

„Með því að semja við Dino erum við að senda skilaboð. Þarna fáum við reyndan og kraftmikinn miðvörð sem hefur getuna til að stjórna vörninni okkar."

„Við erum gríðarlega ánægð að bjóða hann og konu hans velkomin til Akureyrar og að fá til okkar aðra frábæra viðbót í hópinn okkar, ásamt Sigga Marinó. Við erum mjög ánægð með að hafa fengið tvo gæðaleikmenn til liðs við okkur svona snemma á undirbúningstímabilinu," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs við heimasíðu félagsins.

Gavric er annar leikmaðurinn sem Þór fær eftir að Gregg tók við. Sigurður Marinó Kristjánsson sneri aftur í Þorpið á dögunum.

Þór endaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar síðastliðið sumar en Gregg tók við af Lárusi Orra Sigurðssyni eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner