Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. október 2018 16:02
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Marinó aftur í Þór (Staðfest)
Sigurður Marinó í leik með Þór.
Sigurður Marinó í leik með Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sigurður Marinó Kristjánsson er kominn aftur í Þór eftir eins árs veru hjá Magna frá Grenivík.

Frá þessu er greint á vefsíðu Þórs.

Sigurður Marinó er 27 ára gamall miðjumaður og hóf meistaraflokksferilinn hjá Þór sumarið 2007.

Meistaraflokksleikir hans eru orðnir 231 talsins í deild og bikar auk fjögurra leikja í Evrópudeildinni. Leikirnir með Þór eru 208 Mörkin hans eru 17 í deild og bikar þar af 14 með Þór, auk þriggja marka í Evrópudeildinni.

Hann söðlaði um fyrir ári og tók slaginn í Inkasso deildinni með Magna Grenivík og þar spilaði hann alls 23 leiki í deild og bikar og mörkin urðu þrjú.

„Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi og ljóst að reynsla Sigurðar á eftir að vega þungt og ljóst að nú gleðjast Þórsarar almennt. Bjóðum Sigurð Marinó velkomin til Þórs á ný og vonum að hér heima eigi honum eftir að líða vel og blómstra sem aldrei fyrr," segir á heimasíðu Þórs.

Þór hafnaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar í sumar en Gregg Ryder, fyrrum þjálfari Þróttar, tók við þjálfun liðsins eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner