Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. nóvember 2018 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri Alfreð að byrja í þýska landsliðinu?
Alfreð hefur verið sjóðheitur með Augsburg.
Alfreð hefur verið sjóðheitur með Augsburg.
Mynd: Getty Images
Alfreð í leik með íslenska landsliðinu.
Alfreð í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Augsburg það sem af er þessu tímabili. Alfreð er kominn með sex mörk í fimm leikjum í þýsku úrvalsdeildinni en hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.

Hann virðist vera óstöðvandi fyrir framan markið þessa stundina. Það sem er kannski merkilegast við þessa markaskorun er að Alfreð hefur aðeins átt sex skot á markrammann á tímabilinu, og öll hafa þau endað í netinu.

Það var rætt um Alfreð í Meistaradeildarmessunni í kvöld.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, varpaði fram þeirri pælingu sinni hvort Alfreð væri í þýska landsliðinu ef hann væri þýskur.

„Ef Alfreð Finnbogason væri þýskur, væri hann þá að fara að byrja næstu leiki hjá Joachim Löw? Hafiið þið séð hvernig Timo Werner (framherji RB Leipzig) hefur verið að spila með þýska landsliðinu síðustu 6-7 mánuðina?"

„Ef að Alfreð væri þýskur þá væri Jogi að fara að byrja með hann."

„Þú ert með 80 milljóna þjóð í Þýskalandi. Þeir eiga engan sem getur komið boltanum yfir línuna. Þeir sem horfðu á Timo Werner í Rússlandi, þetta er einn versti leikmaður sem ég hef séð á Heimsmeistaramóti og þá er ég að taka með lið Sádí-Arabíu frá 2002. Þetta var alveg skelfilegt."

Guðmundur Benediktsson, sem var að stjórna messunni, endaði þessa umræðu með að segja:

„Alfreð, við erum að spila við Belgíu og Katar og þú skalt bara halda þig við þitt þjóðerni."

Leikirnir gegn Belgíu og Katar eru 15. og 19. nóvember.

Sjá einnig:
Alfreð gæti orðið heitur janúarbiti
Athugasemdir
banner
banner
banner