Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 07. maí 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi var fyrir utan klefann með fullt af treyjum
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Getty Images
Argentíski snillingurinn Lionel Messi er í byrjunarliði Barcelona sem er að spila við Liverpool þessa stundina. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Það er Messi að kenna að möguleiki Liverpool í þessu undanúrslitaeinvígi í Meistaradeildinni sé lítill. Hann fór á kostum í 3-0 sigri í fyrri leiknum. Þó er Liverpool 1-0 yfir í leiknum sem nú er í gangi.

Messi er einn allra besti fótboltamaður sögunnar en hann er ekki einungis frábær fótboltamaður, hann er líka mjög góðhjartaður.

Fyrrum kólumbíski landsliðsmaðurinn Fabian Vargas sagði frábæra sögu af Messi í samtali við kólumbíska dagblaðið La Pais. Eftir leik með Almeria gegn Barcelona ræddi Vargas við Messi.

„Ég var að safna pening fyrir fórnarlömb flóðs í Kólumbíu og ég spurði Messi fyrir leik hvort ég mætti fá treyjuna hans, en ég gleymdi að fara til hans eftir leik," sagði Vargas.

„Liðið mitt tapaði 8-0 og það var erfitt að taka því."

„En eftir leikinn, þegar við vorum í búningsklefanum þá kom stjóri liðsins til mín og sagði við mig að Messi væri fyrir utan að spyrja um mig. Hann stóð þarna með lítinn poka, 'Hérna eru treyjunar sem ég náði í fyrir þig,' sagði hann og rétti mér pokann. Í pokanum voru treyjur Xavi, Iniesta, Dani Alves, Pique og Puyol."

Vargas skipulagði uppboð fyrir treyjurnar og gaf síðan peninginn til fórnarlamba flóða í Kólumbíu.

„Ég mun aldrei gleyma þessu frá Messi. Ég vona þess vegna að hann haldi áfram að slá met," sagði Vargas.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner