Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 07. maí 2019 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Liverpool og Barcelona: Shaqiri og Origi
Origi byrjar hjá Liverpool.
Origi byrjar hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Seinni leikur Liverpool og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Liverpool þarf á rosalegri endurkomu að halda eftir 3-0 tap í fyrri leiknum.

Það gerir ekki verkefnið auðveldara fyrir Liverpool að Mohamed Salah og Roberto Firmino séu frá vegna meiðsla.

Xherdan Shaqiri og Divock Origi koma inn í byrjunarliðið hjá Liverpool.

Alexander-Arnold og Jordan Henderson byrja einnig hjá Liverpool og eru ungu strákarnir Ben Woodburn og Rhian Brewster á bekknum.

Barcelona er með óbreytt lið frá fyrri leiknum gegn Liverpool. Allir leikmennirnir fengu hvíld um síðustu helgi og mæta ferskir inn í þennan leik.

Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner, Henderson, Mane, Shaqiri, Origi.
(Varamenn: Mignolet, Wijnaldum, Lovren, Gomez, Sturridge, Brewster, Woodburn)

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Roberto, Pique, Lenglet, Alba, Rakitic, Busquets, Vidal, Coutinho, Messi, Suarez.
(Varamenn: Cillessen, Semedo, Arthur, Malcom, Umtiti, Vermaelen, Alena)




Athugasemdir
banner
banner