Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. október 2018 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Miðarnir of dýrir fyrir vöruna sem KSÍ er að selja"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dræm miðasala hefur verið á leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni næstkomandi mánudag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.

Á miðvikudag í síðustu viku var greint frá því að aðeins 2000 miðar væru seldir.

Síðustu ár hefur verið fljótt að seljast upp hjá A-landsliði karla en það er ekki raunin núna. Gengið hefur ekki verið það besta upp á síðkastið en liðið vann síðast alvöru leik gegn Kosóvó í undankeppni HM í október á síðasta ári.

Guðni Rúnar Gíslason, hagfræðingur og fyrrum blaðamaður á Viðskiptablaðinu, veltir því fyrir sér á Twiter hvers vegna miðasalan á leikinn gegn Sviss hefur verið svona dræm.

„Smá innlegg um dræma miðasölu hjá fótboltalandsliðinu. Fyrir utan smá lægð þá er miðaverð einfaldlega of hátt. Klárt ofmat hjá KSÍ á hvað fólk er tilbúið að borga," segir hann.

„Þetta snýst því ekki um að fólk sé að snúa baki við liðinu. Miðarnir eru bara of dýrir fyrir vöruna sem KSÍ er að selja."

Miðarnir eru seldir á Tix.is en í verðlýsingu þar segir:

Þrjú miðaverð eru í boði og eru þau þessi:
7.500
5.500
3.500
50% afsláttur verður í boði fyrir börn.









Athugasemdir
banner
banner
banner