Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   mán 09. júní 2025 21:13
Alexander Tonini
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Lengjudeildin
Frosti í leiknum í dag.
Frosti í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sætt loksins. Tilfinningin er virkilega góð, þetta er búið að vera einhverjir fimm, sex leikir með bikar sem búið er að tapa og búið að vera súrt. Okkar fannst við eiga meira inni og það kemur bara hérna, höldum hreinu og náum að skora tvö", sagði Frosti Brynjólfsson eftir mikilvægan 0-2 sigur Selfyssinga á móti Fjölni.

Strákarnir frá Selfossi hafa átt í vandræðum með að skora mörk í upphafi tímabilsins og voru fyrir þennan leik einungis búnir að skora fjögur mörk í fyrstu sex leikjunum.

„Vonandi kemur meira í framhaldinu, við erum búnir að vera aðeins að klára á æfingum í vikunni og það hefur skilað sér, alla veganna í dag"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

Það voru krefjandi aðstæður á Fjölnisvellinum í kvöld og liðin skiptust á að spila á móti vindi. Selfyssingar spiluðu á móti vindi í seinni hálfleik og markið hans Frosta kom einmitt eftir langa hreinsun úr vörninni sem datt þægilega fyrir fæturnar á honum.

„Það var erfitt, hann stoppaði eimitt þegar hann fór upp í loftið. Það kom ein sending í lokin þar sem ég náði að nýta það.
Ég sá Alfred og hann var að fara að hreinsa boltann. Ég tók sénsinn að hann færi yfir línuna, svo sá ég að það voru einhverjir þrjátíu metrar í markið. Það eina sem ég hugsaði er að ég þyrfti að skora, það varð raunin."


„Það er svolítið mikið gert grín að þessu, það eru alltaf skærin sko. Heiðar var einmitt að pæla í því fyrir leik af því að ég var á hægri í dag hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri. Þá þarf ég bara að fara inn á völlinn og skjóta með vinstri og það kom mark upp úr því", bætti Frosti við að lokum þegar fréttamaður spurði hann út í fjölda skæra sem hann tók í leiknum.

Þess má geta að hér var Frosti að tala um Heiðar Helguson fyrrum landsliðsmanns Íslands en hann er hluti af þjálfarteymi Selfyssinga. Ekki amalegt að geta nýtt þann reynslubanka.
Athugasemdir
banner