banner
   fim 09. ágúst 2018 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron fær meiri samkeppni - Arter til Cardiff (Staðfest)
Miðjumaðurinn Arter er kominn til Cardiff.
Miðjumaðurinn Arter er kominn til Cardiff.
Mynd: Getty Images
Cardiff var að staðfesta lánssamning við miðjumanninn Harry Arter frá Bournemouth.

Þetta þýðir meiri samkeppni fyrir landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, en er á mála hjá Cardiff og hefur verið lykilmaður í liðinu síðustu ár. Fyrr í dag fékk Cardiff spænska miðjumanninn Vitor Camarasa frá Real Betis.

Arter kemur frá Bournemouth en hann hefur verið þar frá 2010 og gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu. Arter lék þar áður með Woking í utandeildinni.

Arter, sem er 28 ára, lék á síðasta tímabili 13 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Cardiff heimsækir einmitt Bournemouth á laugardaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner