Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vito Mannone til Minnesota (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalski markvörðurinn Vito Mannone er búinn að skrifa undir eins árs lánssamning við Minnesota United í bandarísku MLS deildinni.

Mannone, sem hóf atvinnumannaferilinn á milli stanga Arsenal, kemur á láni frá Reading þar sem hann missti byrjunarliðssæti sitt snemma síðasta haust.

Mannone verður 31 árs eftir nokkrar vikur og er hann hugsaður sem aðalmarkvörður enda hefur Minnesota verið í markmannsleit undanfarna mánuði.

Minnesota var stofnað árið 2017 og er meðal verstu liða bandaríska boltans en vinnur hörðum höndum að því að snúa gengi sínu við. Stjórn félagsins telur Mannone vera skref í rétta átt.

„Þetta er virkilega góður markvörður sem hentar okkur fullkomlega. Hann er góður að handsama fyrirgjafir, góður með fótunum og höndlar pressu vel."
Athugasemdir
banner