Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 10:00
Arnar Helgi Magnússon
United og Chelsea berjast um sama bitann
Powerade
Romagnoli er eftirsóttur
Romagnoli er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með allt helsta slúðrið í dag. Þrátt fyrir landsleikjahlé er alltaf nóg af slúðri!


Real Madrid fylgist með samningaviðræðum Manchester City og Raheem Sterling en Real er sagt áhugasamt um að kaupa Sterling. (ESPN)

Liverpool og Manchester United ætla bæði að reyna að fá Aron Ramsey til sín í janúar en hann rennur út á samning næsta sumar. Ítalski risinn Juventus ætlar einnig að reyna að fá Ramsey til sín. (London Evening Standard)

Manchester United ætlar að bjóða í Jordi Alba, vinstri bakvörð Barcelona og spænska landsliðsins. (Mundo Deportivo)

Manchester United mun á allra næstu vikum hefja samningaviðræður við hinn 25 ára Jesse Lingard. (Metro)

Arsenal og Manhcester United menu berjast við Bayern Munchen um Nicolas Pepe leikmann Lille og Fílabeinsstrandarinnar. (Talksport)

Barcelona vill fá til sín hinn 19 ára leikmann Ajax og hollenska landsliðsins Matthijs de Ligt til þess að leysa Gerard Pique af hólmi. Liðið vill einnig fá Adrien Rabiot frá PSG en samningur hans rennur út næsta tímabil. (Mundo Deportivo)

AC Milan er sagt hafa sigrað kapphlaupið við Liverpool og Manchester United um 21 árs gamla leikmann Flamengo, Lucas Paqueta. (Sun)

Adam Lallana mun snúa aftur í leikmannahóp Liverpool eftir landsleikjahléið. (Times)

Galatasary vill sækja Divock Origi í janúar glugganum en sá hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Jurgen Klopp. (Turkish Football)

Spænski vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso leikmaður Chelsea skrifar undir nýjan samning við félagið á næstu vikum. (Mirror)

Chelsea gæti blandað sér í baráttuna við Manchester United um Alessio Romagnoli, varnarmann AC Milan. (Times)

Enska knattspyrnu sambandið ætlar að fá Gareth Southgate með sér í lið og láta hann tala fyrir því við stjórnarmenn sambandsins að Wembley verði seldur. (ESPN)

Mark Anthony Martial gegn Newcastle á laugardaginn virkjar klásúlu í samning United sem þýðir það að Manchester United þarf að borga Monaco 8,7 milljónir punda. Martial kom til United árið 2015. (Telegraph)

Jamie Vardy ætlar að feta í fótspor Winston Churchill og Dalai Lama og halda ræðu í Oxford Union. (ESPN)

Þeir sem horfa á leiki í ensku úrvalsdeildinni í gegnum Amazon Prime á næstu leiktíði geta valið það að fá einungis kvenmenn til þess að lýsa leikjum. (Times)

Athugasemdir
banner
banner