Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 12. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Áslaug Munda komin í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik og skoraði hún í 4-1 sigri á Stjörnunni í Faxaflóamótinu í gærkvöldi.

Áslaug Munda skoraði 6 mörk í 16 leikjum fyrir Völsung á síðasta tímabili, en hún verður 17 ára gömul á árinu og því ljóst að um gríðarlegt efni er að ræða.

Áslaug er lykilmaður í U17 landsliðinu og er ein af nokkrum ungum og efnilegum sem eru búnar að ganga til liðs við Blika í vetur.

Fyrst kom hin 16 ára Karólína Lea Vilhjálmsdóttir frá FH í lok október og nokkrum dögum síðar var Alexandra Jóhannsdóttir mætt frá Haukum.

Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar síðasta haust, tveimur stigum eftir toppliði Þórs/KA. Blikar misstu nokkra lykilmenn eftir tímabilið og munu líklega að styrkja sig enn frekar fyrir komandi sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner