Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 12. maí 2019 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Húðflúraði bikarinn á sig áður en Liverpool missti af titlinum
Mynd: Getty Images
Margir stuðningsmenn Liverpool voru vongóðir um að þetta væri tímabilið þar sem liðið yrði loksins Englandsmeistari í fyrsta sinn frá árinu 1990. En annað kom á daginn.

Manchester City tryggði sér í dag titilinn annað árið í röð.

Sjá einnig:
Hefði alltaf dugað Liverpool nema í fyrra

Sumir stuðningsmenn Liverpool voru spenntari en aðrir. "Snapparinn" vinsæli Reynir Bergmann var búinn að húðflúra á sig bikarinn áður en tímabilið kláraðist.

„Ég er búinn að setja á mig bikarinn og ég var búinn að segja þetta fyrir mánuði," sagði Reynir á samfélagsmiðlinum Snapchat í dag þegar Brighton komst yfir gegn Manchester City og Liverpool var 1-0 yfir gegn Brighton.

Á þeim tímapunkti var titilinn að fara til Liverpool en það breyttist heldur fljótt. City komst fljótlega yfir og vann að lokum 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner