Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 12. maí 2019 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði alltaf dugað Liverpool nema í fyrra
Mynd: Getty Images
Liverpool vann sér inn 97 stig á þessari leiktíð. Aðeins einu sinni hefði sá stigafjöldi ekki dugað til sigurs í deildinni, fyrir utan tímabilið í ár.

Það var í fyrra þegar City náði í 100 stig. Manchester City vann titilinn í ár með 98 stig og endaði á fjórtán leikja sigurgöngu.

Fyrir leikina í dag var City með eins stigs forskot á Liverpool og vissi City liðið að sigur myndi duga gegn Brighton í gær. City liðið lenti undir í leiknum en kom til baka og skoraði fjögur mörk.

Liverpool tapaði einungis einum leik á leiktíðinni og var það í innbyrðis viðureign Liverpool og City á Etihad vellinum í janúar.



Athugasemdir
banner
banner
banner