Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. október 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sarri segir frá því hvað Klopp sagði við sig á hliðarlínunni
Það er oft stutt í brosið hjá Klopp.
Það er oft stutt í brosið hjá Klopp.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hefur sagt frá því hvað stjórarnir hafi spjallað um í miðri viðureign Liverpool og Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórarnir mættust tvívegis með skömmu millibili í deild og bikar. Chelsea vann fyrri viðureign liðanna í bikarnum á Anfield og í síðari viðureigninni virtist allt stefna í sigur Chelsea. Daniel Sturridge tryggði hinsvegar Klopp og félögum stig með mögnuðu marki.

Síðari viðureign liðanna var hörkuspennandi, svo mjög að Klopp virtist hafa verið að njóta augnabliksins jafnvel þótt lið hans hafi verið að tapa. Sarri hefur greint frá því hvað það var sem Klopp sagði við sig tíu mínútum áður en Sturridge jafnaði.

„Það eru augnablik sem fá þig til að horfa á sýninguna og það sannfærir þig um að leggja til hliðar allar áhyggjur. Jafnvel þó þú færð á þig mark á siðustu mínútu eða á fimmtu mínútu uppbótartímans,” sagði Sarri.

„Þetta var stórkostleg sýning. Aðeins 10 mínútum áður sá ég Klopp horfa á mig meðan á leik stóð. Ég spurði hann af hverju hann væri brosandi. Hann svaraði, Ertu ekki að skemmta þér? Ég svaraði jú mjög mikið. Hann sagði það sama. Á þessu augnabliki var hann að tapa. Jafnvel eftir jöfnunarmarkið hugsuðum við um þetta augnablik og föðmuðumst eins og tveir gamlir vinir.”

„Ég er viss um að hann hefði gert það sama jafnvel þótt Liverpol hefði ekki jafnað. Enska úrvalsdeildin veitir manni þessa ánægju af því að horfa á fótbolta.”
Athugasemdir
banner