Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. október 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
SMS, Ghoulam, Zlatan, Hansen-Aaroen og Allegri orðaðir við Man Utd
Powerade
Faouzi Ghoulam er orðaður við United.
Faouzi Ghoulam er orðaður við United.
Mynd: Getty Images
Zlatan aftur á Old Trafford?
Zlatan aftur á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Manchester United kemur mikið við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Jose Mourinho vill að Manchester United endurvekji tilraunir til að fá serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (23). United gerði misheppnaða 80 milljóna punda tilraun til að fá hann í sumar. (Sun)

Newcastle horfir til Brendan Rodgers, stjóra Celtic, ef Rafael Benítez nær ekki að snúa slöku gengi við. Benítez er á lokaári samnings síns en hörðustu stuðningsmenn Newcastle standa þétt við bakið á honum. (Mirror)

Manchester United hefur skoðað stöðuna á Massimiliano Allegri, stjóra Ítalíumeistara Juventus, en vangaveltur um framtíð Jose Mourinho á Old Trafford eru í hverju horni. (Calciomercato)

West Ham íhugar að gera janúartilboð í enska varnarmanninn Gary Cahill (32) hjá Chelsea en samningur hans rennur út í sumar. (Mirror)

Manchester United hefur gert tilboð í Faouzi Ghoulam (27), vinstri bakvörð Napoli og Alsír. (Calciomercato)

Mourinho vill fá sænska sóknarmanninn Zlatan Ibrahimovic (37) aftur til Manchester United í janúarglugganum. (ESPN)

Bjartsýni ríkir um að David de Gea (27) skrifi undir nýjan samning við Manchester United. (Manchester Evening News)

Chelsea vill fá ítalska U19 landsliðsmiðjumanninn Sandro Tonali (18) frá Brescia. Njósnarar frá enska félagsins hafa verið sendir til að fylgjast með honum í ítölsku B-deildinni. (Sun)

Cesc Fabregas (31), spænski miðjumaðurinn hjá Chelsea, er á óskalista Atletico Madrid. (Mirror)

Alan Smith, fyrrum sóknarmaður Arsenal, segir að Arsenal eigi ekki að hleypa velska miðjumanninum Aaron Ramsey (27) burt frá félaginu. Ramsey á innan við ár eftir af samningi sínum. (Love Sport Radio)

Eric Bailly (24) er tilbúinn að endurskoða framtíð sína næsta sumar ef staða hans hjá Manchester United batnar ekki. Þessi miðvörður frá Fílabeinsströndinni hefur aðeins byrjað þrjá deildarleiki á tímabilinu. (ESPN)

Borussia Dortmund hefur gert samkomulag við Barcelona um kaup á spænska sóknarmanninum Paco Alcacer (25) sem er á láni hjá þýska félaginu. (Bild)

Króatinn Luka Modric (33) er sagður leiður hjá Real Madrid. Hann vill fara til Inter á Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko (21) er opinn fyrir því að yfirgefa Manchester City í janúar. Umboðsmaður leikmannsins er tilbúinn að ganga frá sölu til Napoli. (Manchester Evening News)

Everton hefur neitað sögum um að félagið ætli að fá Samir Nasri (31). Þessi franski leikmaður er á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Manchester City á síðasta ári en hann er sem stendur í banni fyrir brot á lyfjareglum. (Liverpool Echo)

Sóknarmaðurinn Darren Bent (34), sem var leystur undan samningi við Derby í sumar, segist vera opinn fyrir því að snúa aftur til Ipswich. Bent lék með Ipswich 2001-2005. (East Anglian Daily Times)

Manchester United er nálægt því að vinna samkeppni við Liverpool og Everton með því að fá 14 ára norskan strák, Isak Hansen-Aaroen sem er hjá Tromsö. Talað er um hann sem undrabarn. (Sun)
Athugasemdir
banner