Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 14. september 2018 10:40
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns áfram með HB (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við HB í Færeyjum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Heimir tók við HB í vetur eftir að hafa áður þjálfað FH með frábærum árangri frá 2008 til 2017.

Í Færeyjum hefur Heimir gert frábæra hluti með HB en liðið er með tíu stiga forskot á toppnum þegar sex umferðir eru eftir. HB fór einnig í bikarúrslit í ár en Heimir hefur rifið liðið upp á ný eftir mögur ár.

Heimir hefur nu framlengt samning sinn út næsta tímabil og því er útlit fyrir að hann fari með HB í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári.

„Ég vildi prófa eitthvað nýtt, fara í annað land og sjá hvort hugmyndafræðin sem maður er með varðandi fótbolta gæti virkað annars staðar en á Íslandi. Þetta hefur verið mjög góð og skemmtileg reynsla. Það er mjög fínt að búa í Þórshöfn og Færeyingurinn er lífsglaður og skemmtilegur. Maður hefur ekki yfir neinu að kvarta," sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net á dögunum um dvölina í Færeyjum.

Tveir íslenskir leikmenn eru á mála hjá HB en það eru miðjumennirnir Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson.
Athugasemdir
banner