Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 15. september 2018 16:52
Gunnar Logi Gylfason
3. deild: KFG fylgir Dalvík/Reyni upp eftir mikla dramatík (Staðfest)
Magnús Björgvinsson tryggði KFG upp um deild með marki í uppbótartíma!
Magnús Björgvinsson tryggði KFG upp um deild með marki í uppbótartíma!
Mynd: KFG
Dalvík/Reynir sigraði 3. deildina þrátt fyrir að vinna síðast leik í júlí.
Dalvík/Reynir sigraði 3. deildina þrátt fyrir að vinna síðast leik í júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keppni er nú lokið í 3. deildinni þetta árið og var mikil spenna í toppbaráttunni.

KH vann stórsigur á Augnabliki en KH hafði ekki unnið leik síðan í júlí. Augnablik missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og nýttu Hlíðarendapiltar sér það.

Vængir Júpíters áttu möguleika á að komast upp fyrir umferðina og gerðu allt sem þeir gátu til þess þegar þeir fengu Sindra í heimsókn í Grafarvoginn.

Heimamenn komust yfir snemma leiks en Sindramenn jöfnuðu. Heimamenn fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn en í seinni hálfleik átti Sindri ekki möguleika. Heimamenn skoruðu fimm mörk til viðbótar og unnu á endanum 7-1. Það dugði því miður ekki fyrir Vængina sem enduðu í 4. sæti deildarinnar.

Einherji fór í ferðalag til Þorlákshafnar og mætti Ægi. Ægismenn voru þegar fallnir og gestirnir sygldu lygnan sjó um miðja deild var því ekkert undir nema stoltið. Gestirnir skoruðu 3 mörk gegn engu heimamanna og þægilegur 0-3 útisigur því staðreynd.

KF fékk þá topplið Dalvíkur/Reynis í heimsókn. Dalvíkingar voru þegar búnir að tryggja sæti sitt í 2. deildinni á næsta ári fyrir leikinn þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan í júlí. Heimamenn komust í 2-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn í lokin. Útlit var fyrir að KF-menn væru að komast upp með Dalvíkingum.

Það var hins vegar ekki. KFG lenti í vandræðum gegn KV í Garðabænum. Heimamenn í KFG lentu tvisvar undir en jöfnuðu tvisvar. Það var ekki fyrr en á 94. mínútu sem Magnús Björgvinsson skoraði markið sem kom Garðbæingum upp í 2. deildina og tryggði 3-2 sigur!

Þvílík dramatík! KFG fer upp með Dalvík/Reyni. Ægir er eina liðið sem fer niður en upp koma Kórdrengir, Skallagrímur og Reynir S..

KH 5-0 Augnablik
1-0 Sveinn Ingi Einarsson (25')
2-0 Ingólfur Sigurðsson (45')
3-0 Alexander Lúðvígsson (55')
4-0 Aron Skúli Brynjarsson (79')
5-0 Sverrir Páll Hjaltested (82')
Rautt spjald: Hlynur Hauksson, Augnablik (35')

Vængir Júpíters 7-1 Sindri
1-0 Daníel Rögnvaldsson (9')
1-1 Tómas Leó Ásgeirsson (31')
2-1 Geir Kristinsson (36')
3-1 Daníel Rögnvaldsson (53')
4-1 Sigurjón Már Markússon (57')
5-1 Jónas Breki Svavarsson (59')
6-1 Eyþór Örn Þorvaldsson (77')
7-1 Gunnar Orri Guðmundsson (93')

Ægir 0-3 Einherji
1-0 Todor Hristov (30')
2-0 Todor Hristov (50')
3-0 Númi Kárason (60')

KF 2-1 Dalvík/Reynir
1-0 Aksentije Milisic, víti (51')
2-0 Friðrik Örn Ásgeirsson (85')
2-1 Jóhann Örn Sigurjónsson (90')
Rautt spjald: Aksentije Milisic ('93)

KFG 3-2 KV
0-1 Gauti Þorvarðarson (15')
1-1 Veigar Páll Gunnarsson (16')
1-2 Gauti Þorvarðarson (28')
2-2 Bjarni Pálmason (51')
3-2 Magnús Björgvinsson (94')
Athugasemdir
banner
banner