Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2018 16:10
Gunnar Logi Gylfason
Inkasso: HK og ÍA upp í Pepsi-deildina (Staðfest)
Selfoss fallið - Magni getur bjargað sér í lokaumferðinni
HK og ÍA eru komin upp í Pepsi-deildina.
HK og ÍA eru komin upp í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni vann magnaðan sigur.
Magni vann magnaðan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar fara í úrslitaleik við Magna.
ÍR-ingar fara í úrslitaleik við Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson gerði þrennu en hún dugði ekki til sigurs. Hann er búinn að vera magnaður í sumar.
Viktor Jónsson gerði þrennu en hún dugði ekki til sigurs. Hann er búinn að vera magnaður í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst síðustu umferð Inkasso-deildar karla er nú lokið og er spennan mikil í fallbaráttunni. HK og ÍA eru komin upp í Pepsi-deildina.

Magni frá Grenivík er enn með í baráttunni um áframhaldandi sæti í deildinni eftir sigur á Fram í dag. Staðan var 1-1 í hálfleik en Magnamenn skoruðu eina mark seinni hálfleiksins og lífsnauðsynlegur sigur staðreynd.

Í Kórnum í Kópavogi tóku heimamenn í HK á móti ÍR-ingum sem eru í bullandi fallbaráttu eftir leiki dagsins. Heimamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni með sigri en þeir voru mun sterkari og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. HK bætti við einu marki í þeim síðari og öruggur 3-0 heimasigur staðreynd.

Magni heimsækir ÍR í lokaumferðinni um næstu helgi og eftir úrslit dagsins er ljóst að Magni heldur sér uppi með sigri þar og sendir ÍR niður.

ÍA, sem er í baráttu við HK um efsta sæti deildarinnar, fór í heimsókn á Selfoss. Gestirnir komust yfir eftir rúmlega stundarfjórðungs leik. Á markamínútunni, þeirri 43., tvöfölduðu þeir forskot sitt.

Hrvoje Tokic og Kenan Turudija, í liði Selfoss, fengu að líta rauð spjöld með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleik. Þrátt fyrir það minnkuðu þeir muninn nokkrum mínútum síðar. Skagamenn skoruðu sitt þriðja mark í lokin og 1-3 sigur gestanna staðreynd. ÍA og HK eru komin upp í Pepsi-deildina, en HK er með einu stigi meira en ÍA fyrir lokaumferðina.

Þetta tap þýðir að Selfyssingar eru fallnir niður í 2. deildina þegar einn leikur er eftir af mótinu þar vegna leiks Magna og ÍR-inga í lokaumferðinni.

Í Laugardalnum mættust Þróttur R. og Þór í miklum markaleik.

Viktor Jónsson skoraði fyrsta mark sitt af þremur í leiknum á 8. mínútu. Þórsarar náðu forystunni áður en Þróttarar jöfnuðu með öðru marki Viktors fyrir hálfleik.

Síðustu 10 mínútur leiksins voru fjörugar en Alvaro Montejo Calleja skoraði á 84. og 86. mínútu og kom gestunum í 2-4. Viktor skoraði sitt þriðja mark fyrir Þróttara á 93. mínútu en var það síðasta mark leiksins.

Í Breiðholtinu mættust Leiknir R. og Haukar í leik þar sem ekki var mikið undir. Markalaust jafntefli var niðurstaðan og Haukar tryggðu því sæti sitt endanlega í deildinni.

Víkingur Ó. tók á móti Njarðvík. Njarðvíkingar urðu fyrir því áfalli að missa Arnór Björnsson af velli með rautt spjald eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Fjórum mínútum síðar skoraði Ari Már Andrésson fyrir Njarðvíkinga.

Hann var aftur á ferðinni eftir rúmlega hálftíma leik. Ólafsvíkingar minnkuðu muninn í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki og góður útisigur Njarðvíkinga staðreynd.

Magni 2 - 1 Fram
1-0 Sigurður Marinó Kristjánsson ('27 )
1-1 Guðmundur Magnússon ('36 )
2-1 Lars Óli Jessen ('63 )
Lestu nánar um leikinn

HK 3 - 0 ÍR
1-0 Birkir Valur Jónsson ('39 )
2-0 Brynjar Jónasson ('45 )
3-0 Ingiberg Ólafur Jónsson ('59 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 1 - 3 ÍA
0-1 Jeppe Løkkegaard Hansen ('17 )
0-2 Arnar Már Guðjónsson ('43 )
1-2 Guðmundur Axel Hilmarsson ('71 )
1-3 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('90 )
Rautt spjald: ,Hrvoje Tokic, Selfoss ('66)Kenan Turudija , Selfoss ('68)
Lestu nánar um leikinn

Þróttur R. 3 - 4 Þór
1-0 Viktor Jónsson ('8 )
1-1 Alvaro Montejo Calleja ('27 )
1-2 Jónas Björgvin Sigurbergsson ('28 )
2-2 Viktor Jónsson ('39 )
2-3 Alvaro Montejo Calleja ('84 )
2-4 Alvaro Montejo Calleja ('86 )
3-4 Viktor Jónsson ('93 )
Lestu nánar um leikinn

Leiknir R. 0 - 0 Haukar
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 1 - 2 Njarðvík
0-1 Ari Már Andrésson ('17 )
0-2 Ari Már Andrésson ('31 )
1-2 Kwame Quee ('55 , víti)
Rautt spjald:Arnór Björnsson , Njarðvík ('13)
Lestu nánar um leikinn



Athugasemdir
banner
banner
banner