Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. október 2018 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór aðstoðarþjálfari Óla Stefáns hjá KA (Staðfest)
Mynd: KA
Sveinn Þór Steingrímsson er hættur sem þjálfari Dalvíkur Reynis og hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari KA.

Sveinn tók við sem aðalþjálfari Dalvíkur/Reynis um mitt sumar 2017 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Atla Má Rúnarssyni.

Á nýliðnu tímabili náði liðið frábærum árangri undir hans stjórn og stóð uppi sem deildarmeistari í 3. deildinni. Liðið mun því á næstu leiktíð spila í 2. deild.

„Knattspyrnudeild Dalvíkur þakkar Sveini fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í nýjum verkefnum," segir í frétt á Dalvíksport.is.

Næsta starf Sveins er í nágrenni við Dalvík en hann hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari KA í Pepsi-deildinni.

Óli Stefán Flóventsson tók við KA á dögunum. Óli Stefán og Sveinn spiluðu saman með meistaraflokki Grindavíkur frá 2003 til 2005 og þekkjast því nokkuð vel.

Smelltu hér til að lesa viðtal sem Fótbolti.net tók við Óla Stefán. Þar ræddi hann meðal annars um aðstoðarþjálfarastöðuna.



Athugasemdir
banner
banner
banner