Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Ragnar Klavan til Cagliari (Staðfest)
Ragnar Klavan er þokkalegur í landafræði
Ragnar Klavan er þokkalegur í landafræði
Mynd: Heimasíða Cagliari
Ítalska félagið Cagliari staðfesti rétt í þessu komu eistneska varnarmannsins Ragnar Klavan frá Liverpool. Hann gerir samning til ársins 2020.

Klavan, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Augsburg árið 2016.

Hann spilaði 53 leiki á tíma sínum þar og skoraði 2 mörk en ljóst var að hann fengi minni spiltíma á þessu tímabili.

Hann samdi við Cagliari í dag og skrifaði undir tveggja ára samning.

Klavan hefur leikið fyrir félög á borð við Vålerenga, AZ Alkmaar og Heracles.

Hann á þá 124 landsleiki fyrir Eistland og hefur hann gert þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner