Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. júní 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Sönd­erjyskE kannast ekkert við kaupin á Ísaki Óla
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Jörgen Haysen, yfirmaður íþróttamála hjá danska knattspyrnufélaginu Sönd­erjyskE kemur að fjöllum þegar hann er spurður út kaup félagsins á Ísaki Óla Ólafssyni, leikmanni Keflavíkur.

Í samtali við jv.dk segir hann að félagið sé ekki búið að kaupa leikmanninn. „Við höfum ekki skrifað und­ir neina samn­inga og við höf­um ekki keypt neinn Íslend­ing," sagði Hans Jörgen við JydskeVestkysten.

Seint á sunnudagskvöldið greindi Keflavík frá því á Facebook-síðu sinni að Ísak Óli hafi verið seldur til danska úrvalsdeildarfélagsins, SønderjyskE. Daginn eftir, eða í gær á 17. júní lék síðan Ísak Óli í hjarta varnar Keflavíkur í 1-0 sigri liðsins á Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni. Þar var hann meðal annars valinn leikmaður leiksins.

Hans Jörgen sagði ennfremur að félagið hafi fylgst með Ísaki Óla að undanförnu og haft samband við Keflavík en ekki væri þó búið að skrifa undir eitt né neitt.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Óliverið fyrirliði Keflavíkur liðsins í Inkasso-deildinni það sem af er tímabilinu en hann á að baki 54 ­leiki með Kefla­vík. Hann er á sínu þriðja meistaraflokkstímabili.
Athugasemdir
banner
banner