Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
   þri 18. júní 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum af gríðarlegu öryggi þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Seinna mark hans kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Ég er sáttur með að við náðum að jafna en fyrirfram hefðum við viljað sigur hér á heimavelli. Leikirnir þróast ekki eins og maður óskar alltaf eftir," segir Gylfi.

Ingvar Jónsson markvörður Víkings var dæmdur brotlegur í uppbótartíma. Var það víti?

„Það var víti fyrst hann dæmdi víti. En hvort þetta var réttur dómur veit ég ekki. Mér fannst Ingvar koma nokkuð hratt út, hvort hann fór í Galdra... ég var ekki í stöðu til að dæma um það."

Vítin tvö voru keimlík hjá Gylfa, var hann búinn að ákveða að setja boltann á sama stað og í fyrra vítinu?

„Já og nei. Ég er með mína rútínu og svo var Ingvar eitthvað að gaspra þarna í markinu. Ég bara tók góða ákvörðun rétt áður en ég skaut."

Gylfi og Ingvar gáfu hvor öðrum fimmu eftir fyrra vítið en það var mikill hasar eftir að það var dæmt.

„Ingvar reyndi að taka mig á taugum og ég ætlaði að fagna fyrir framan hann. Það er gott á milli okkar og þegar hann bauð mér 'fimmu' þá tók ég því."

Gylfi segir að heilsan sé fín þó hann sé þreyttur í skrokknum. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, tjáir hann sig nánar um framvindu leiksins.
Athugasemdir
banner
banner