Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 19. október 2024 16:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og FH skildu jöfn í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í dag þegar liðin áttust við á Kaplakrikavelli. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Ég held að þetta hafi ekki verið fallegur leikur, var mjög jafn leikur kannski. Við skoruðum á síðustu mínútu í fyrri hálfleik úr hornspyrnu og þeir skora á 96 eða eitthvað úr hornspyrnu. Hefðum auðvitað getað stolið þessu í vítinu í lokin en heilt yfir kannski sanngjörn úrslit." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til þess að tryggja Val sigurinn alveg í blálokin þegar Valsmenn fengu víti en Sindri Kristinn Ólafsson varði þá frá honum vítaspyrnu á mitt markið.

„Ég hafði bara á tilfiningunni síðasta mínuta að hann var alltaf að fara skutla sér. Því miður þá skildi hann löppina eftir í miðri hæð á markinu og hann varði þetta."

Gylfi Þór spilaði rúmlega sex mínútur í síðasta landsliðsverkefni og kom ekkert við sögu í tapinu gegn Tyrkjum. 

„Leiðinlegt að koma ekki inn á þegar liðið þurfti mark. Ég var að vonast til að koma inn á þegar staðan var 2-1 fyrir þeim eða 2-2 en svona er þetta." 

Aðspurður út í þá afstöðu að hann hefði ekki hentað leiknum gegn Tyrkjum var Gylfi Þór ekkert endilega sammála því.

„Nei ég held að síðustu 15 eða jafnvel 100 ár hafi Ísland ekki verið meira með boltann nema kannski á móti einhverjum smærri þjóðum. Það hefur alveg gengið ágætlega hingað til að spila á móti liðum þar sem við erum kannski ekki mikið með boltann." 

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs og hvort hann muni halda áfram með Val á næsta tímabili eða róa á önnur mið.

„Ég veit ekki hvort að ég haldi áfram bara í fótbolta. Þetta gæti mögulega verið minn síðasti leikur næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvað framhaldið ber í skauti sér."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner