Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 19. október 2024 16:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og FH skildu jöfn í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í dag þegar liðin áttust við á Kaplakrikavelli. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Ég held að þetta hafi ekki verið fallegur leikur, var mjög jafn leikur kannski. Við skoruðum á síðustu mínútu í fyrri hálfleik úr hornspyrnu og þeir skora á 96 eða eitthvað úr hornspyrnu. Hefðum auðvitað getað stolið þessu í vítinu í lokin en heilt yfir kannski sanngjörn úrslit." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til þess að tryggja Val sigurinn alveg í blálokin þegar Valsmenn fengu víti en Sindri Kristinn Ólafsson varði þá frá honum vítaspyrnu á mitt markið.

„Ég hafði bara á tilfiningunni síðasta mínuta að hann var alltaf að fara skutla sér. Því miður þá skildi hann löppina eftir í miðri hæð á markinu og hann varði þetta."

Gylfi Þór spilaði rúmlega sex mínútur í síðasta landsliðsverkefni og kom ekkert við sögu í tapinu gegn Tyrkjum. 

„Leiðinlegt að koma ekki inn á þegar liðið þurfti mark. Ég var að vonast til að koma inn á þegar staðan var 2-1 fyrir þeim eða 2-2 en svona er þetta." 

Aðspurður út í þá afstöðu að hann hefði ekki hentað leiknum gegn Tyrkjum var Gylfi Þór ekkert endilega sammála því.

„Nei ég held að síðustu 15 eða jafnvel 100 ár hafi Ísland ekki verið meira með boltann nema kannski á móti einhverjum smærri þjóðum. Það hefur alveg gengið ágætlega hingað til að spila á móti liðum þar sem við erum kannski ekki mikið með boltann." 

Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs og hvort hann muni halda áfram með Val á næsta tímabili eða róa á önnur mið.

„Ég veit ekki hvort að ég haldi áfram bara í fótbolta. Þetta gæti mögulega verið minn síðasti leikur næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvað framhaldið ber í skauti sér."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner