Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
   lau 19. október 2024 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Vestra í dag en liðið byrjaði leikinn af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

KA svaraði vel fyrir sig eftir stórt tap gegn KR í síðustu umferð.

„Það er eðlilegt að það komi einhverntíman 'downswing' en það má ekki vera of mikið. Mér fannst við gera vel í dag, Vestri kom ofar á okkur í seinni. Vestri er flott lið við erum búnir að spila við þá fjórum sinnum í sumar. Þegar þeir fóru á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við ekki spila vel úr pressunni en fannst sigurinn aldrei í hættu."

Elfar Árni Aðalsteinsson hefur fengið fá tækifæri í sumar en hann nýtti það svo sannarlega í dag.

„Elfar Árni er ekki búinn að spila lengi og kemur inn á og er gersamlega frábær. Hljóp og sýndi gott fordæmi. Hann er frábær karakter og einn af fyrirliðunum mínum. Hann sýndi það í dag að hann er klár þegar kallið kemur. Æðislegt fyrir hann og okkur að sjá hann skora tvö mörk í dag," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA í dag. Haddi sagði að hann hafi verið í banni en hann var ekki í banni vegna áminninga þar sem hann hefur aðeins fengið eitt spjald í sumar

„Hann er í banni, þess vegna er hann ekki í hóp. Hann er með samning út tímabilið og við erum byrjaðir að ræða þessi mál, hann er einn af þeim sem við þurfum að tala við og ég hef ekki betra svar en það núna," sagði Haddi.

KA er í lykilstöðu í toppsæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina.

„Við viljum enda sem efst í töflunni og það er sjöunda sæti, við erum í því núna og viljum ná því. Við tökum því hérna í KA að verða bikarmeistarar og enda um miðja deild og geta notað síðustu leikina í að gefa ungu strákunum tækifæri. Við ætlum okkur að fara á Lambhagavöllinn, okkar annan heimavöll, og vinna þar og fagna því með lokahófi hérna á Akureyri um kvöldið," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner