Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 19. október 2024 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Vestra í dag en liðið byrjaði leikinn af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

KA svaraði vel fyrir sig eftir stórt tap gegn KR í síðustu umferð.

„Það er eðlilegt að það komi einhverntíman 'downswing' en það má ekki vera of mikið. Mér fannst við gera vel í dag, Vestri kom ofar á okkur í seinni. Vestri er flott lið við erum búnir að spila við þá fjórum sinnum í sumar. Þegar þeir fóru á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við ekki spila vel úr pressunni en fannst sigurinn aldrei í hættu."

Elfar Árni Aðalsteinsson hefur fengið fá tækifæri í sumar en hann nýtti það svo sannarlega í dag.

„Elfar Árni er ekki búinn að spila lengi og kemur inn á og er gersamlega frábær. Hljóp og sýndi gott fordæmi. Hann er frábær karakter og einn af fyrirliðunum mínum. Hann sýndi það í dag að hann er klár þegar kallið kemur. Æðislegt fyrir hann og okkur að sjá hann skora tvö mörk í dag," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA í dag. Haddi sagði að hann hafi verið í banni en hann var ekki í banni vegna áminninga þar sem hann hefur aðeins fengið eitt spjald í sumar

„Hann er í banni, þess vegna er hann ekki í hóp. Hann er með samning út tímabilið og við erum byrjaðir að ræða þessi mál, hann er einn af þeim sem við þurfum að tala við og ég hef ekki betra svar en það núna," sagði Haddi.

KA er í lykilstöðu í toppsæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina.

„Við viljum enda sem efst í töflunni og það er sjöunda sæti, við erum í því núna og viljum ná því. Við tökum því hérna í KA að verða bikarmeistarar og enda um miðja deild og geta notað síðustu leikina í að gefa ungu strákunum tækifæri. Við ætlum okkur að fara á Lambhagavöllinn, okkar annan heimavöll, og vinna þar og fagna því með lokahófi hérna á Akureyri um kvöldið," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner