Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 19. október 2024 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Vestra í dag en liðið byrjaði leikinn af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

KA svaraði vel fyrir sig eftir stórt tap gegn KR í síðustu umferð.

„Það er eðlilegt að það komi einhverntíman 'downswing' en það má ekki vera of mikið. Mér fannst við gera vel í dag, Vestri kom ofar á okkur í seinni. Vestri er flott lið við erum búnir að spila við þá fjórum sinnum í sumar. Þegar þeir fóru á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við ekki spila vel úr pressunni en fannst sigurinn aldrei í hættu."

Elfar Árni Aðalsteinsson hefur fengið fá tækifæri í sumar en hann nýtti það svo sannarlega í dag.

„Elfar Árni er ekki búinn að spila lengi og kemur inn á og er gersamlega frábær. Hljóp og sýndi gott fordæmi. Hann er frábær karakter og einn af fyrirliðunum mínum. Hann sýndi það í dag að hann er klár þegar kallið kemur. Æðislegt fyrir hann og okkur að sjá hann skora tvö mörk í dag," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA í dag. Haddi sagði að hann hafi verið í banni en hann var ekki í banni vegna áminninga þar sem hann hefur aðeins fengið eitt spjald í sumar

„Hann er í banni, þess vegna er hann ekki í hóp. Hann er með samning út tímabilið og við erum byrjaðir að ræða þessi mál, hann er einn af þeim sem við þurfum að tala við og ég hef ekki betra svar en það núna," sagði Haddi.

KA er í lykilstöðu í toppsæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina.

„Við viljum enda sem efst í töflunni og það er sjöunda sæti, við erum í því núna og viljum ná því. Við tökum því hérna í KA að verða bikarmeistarar og enda um miðja deild og geta notað síðustu leikina í að gefa ungu strákunum tækifæri. Við ætlum okkur að fara á Lambhagavöllinn, okkar annan heimavöll, og vinna þar og fagna því með lokahófi hérna á Akureyri um kvöldið," sagði Haddi.


Athugasemdir