Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   lau 19. október 2024 20:35
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held við séum allir bara mjög svekktir. Mér fannst við gera nóg til að fá meira út úr þessu."  Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mér fannst heilt yfir, nánast vera bara eitt lið á vellinum. Þegar þeir skora fyrra markið sitt, þá hleypum við þessu aðeins upp en að öðru leiti erum við með fulla stjórn á þessum leik. Það er mjög sérstakt að koma á Kópavogsvöll gegn liði sem er í titilbaráttu í næst síðustu umferð, og mæta liði sem fellur til baka, er passívt og þorir ekki alveg að halda boltanum. Að sama skapi er ég bara virkilega ánægður með liðið sem sýnir hvað liðið var öflugt í dag."

Stjarnan er ennþá í séns á að ná Evrópu sæti en til þess að það gerist þarf Valur að tapa fyrir ÍA í loka umferðinni og Stjarnan þarf að vinna FH.

„Það verður svo sem ekkert öðruvísi en aðrir leikir og ekkert stærri en aðrir leikir. Við förum og ætlum bara að halda stjórnun á þeim leik, skapa færi, halda hreinu og vinna þann leik. Ég held að við höfum allir mikla trú á að það gangi."

Þrátt fyrir góðan leik hjá Stjörnunni þá féllu úrslitin ekki með þeim. Jökull segir að það vantaði ekki mikið upp á til þess að það hefði gerst.

„Við hefðum auðvitað getað komið í veg fyrir þessi tvö mörk og við hefðum getað nýtt fleiri færi. Bara annaðhvort, það hefði verið leiðin en að öðru leiti er ég bara virkilega ánægður með liðið. Liðið er á rosalega góðri leið, hvort sem að þú horfir í næstu viku, næstu mánuði eða næsta tímabil. Þá held ég að flestir geta verið mjög spenntir fyrir Stjörnu liðinu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner