Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 19. október 2024 17:03
Sölvi Haraldsson
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Jón var ekki sáttur með dómgæsluna í dag líkt og allir Skagamenn.
Jón var ekki sáttur með dómgæsluna í dag líkt og allir Skagamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur Eiríksson var fjórði dómari í dag.
Erlendur Eiríksson var fjórði dómari í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég man ekki eftir öðru eins. Þessu var bara stolið frá okkur og maður veit ekki hvernig á að bregðast við því og glíma við það.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna eftir grátlegt 4-3 tap gegn Víkingum í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Jón Þór var alls ekki sáttur með dómgæsluna í dag og segir að sigrinum hafi verið stolinn af þeim.

Það er ömurlegt. Ömurlegt á allan hátt. Þetta er eins ósanngjarnt og verið getur. Mér fannst bara frá upphafi til enda dómgæslan vera ömurleg í þessum leik. Á upphafsmínútunum á Hinrik að fá vítaspyrnu en fær gult spjald að launum. Svo lítur maður á fjórða dómarann og það er Erlendur Eiríksson sem að eyðilagði fyrri leikinn á móti Víking fyrir okkur. Maður hugsar bara er þetta grín, er verið að ögra okkur? Er verið að gera grín að okkur?

Þetta er náttúrulega bara dómgreindarleysi af hæstu sort að senda hann svo hingað sem fjórða dómara. Hann hefði getað verið fjórði dómari á öllum öðrum leikjum í sumar, í þessari umferð en bara ekki í þessum leik. Þetta er ótrúlegt. Ótrúleg ákvörðun. En ekki það að Elli (Erlendur Eiríksson) hafi gert eitthvað af sér eða haft áhrif á úrslit leiksins en þetta er bara svo mikið dómgreindarleysi. Fyrsta atvikið þegar Hinrik á að fá víti snýr maður sér við og sér Erlend Eiríkson, í alvöru talað. Ótrúlegt.

Hefur Jón Þór fundið ástæðuna afhverju markið var tekið af Skagamönnum sem þeir skoruðu í blálokin en var dæmt af?

Það er búið að skoða þetta milljón sinnum hérna en það finnur enginn brot neinstaðar. Hann gaf þá skýringu að hann hafi dæmt hendi. Það getur enginn séð það, hvorki á Spiideo eða sjónvarpsútsendingum eða neinum vélum sem eru hérna á vellinum. Þetta er bara hlægilegt, ömurleg dómgæsla. Þessu var bara stolið af okkur í dag. Það er ekki hægt að segja neitt annað um það.

ÍA á ekki séns að ná Evrópu sæti eftir þessi úrslit, eru það vonbrigði úr því sem komið var?

Auðvitað eru það vonbrigði að ná ekki að keyra það fram í síðasta leik. En ef maður lítur á tímabilið í heild sinni höfum við spilað virkilega vel og gert vel sem nýlliðar. Við höfum tekið dýfur en karakterinn og krafturinn í hópnum er þannig að dýfurnar hafa ekki verið djúpar eða stórar. Það væri mjög einkennileg greining á þessu tímabili að það væri vonbrigði fyrir ÍA að ná ekki Evrópu.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner