Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 19. október 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara smá spennufall, ég viðurkenni það. Þetta var erfiður leikur á móti næst heitasta liði deildarinnar í dag, á eftir okkur. Þótt þú reyrnir að tala þig af því að jafntefli dugir í þessum leik, þá er það alltaf ósjálfrát ín undirmeðvitundinni að þú verður aðeins passívari heldur en við erum vanir. Það fer okkur ekkert sérstaklega vel að vera eitthvað svona hálft í hálft. Að því sögðu þá fannst mér að þegar þeir voru að þrýsta á okkur, fannst mér við verjast fáránlega vel. Stórt hrós á öftustu línuna okkur og alveg niður á Anton sem var frábær. Markið sem þeir skora, það er bara óheppni, ég held að Kiddi renni eða eitthvað. Þannig heilt yfir náum við alveg að standa það af okkur þótt við höfum oft verið betri á velli svona heilt yfir. Þá vorum við samt alveg fastir fyrir og þeir voru ekki að skapa sér neitt mikið. Svo bara eins og oft áður, fáránlega flottur karakter og sterkt að ná að klára þetta."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður og fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Það var mikið undir í leiknum þar sem að ef Breiðablik hefði tapað leiknum væri draumurinn um Íslandsmeistaratitil orið óraunhæf.

„Maður fann alveg fyrir spennu og það var bara mjög 'tricky' að fara inn í þennan leik vitandi það að þú mátt ekki tapa. Í grunninn ert þú að verja forskotið sem þú hefur í upphafi leiks. Svo eru Stjarnan ógeðslega öflugir og eru á góðu flugi, þeir eru næst heitasta liðið í dag á eftir okkur. Í lok dags þá er þetta enginn smá karakter, og andlegur styrkur hjá öllum sem einum hjá okkur að ná að klára þetta."

Fyrr í dag fór fram leikur milli Víkings og ÍA þar sem Víkingar fóru með öll 3 stigin heim. Það var umdeilt atvik í lok leiksins þar sem ÍA virtist hafa skorað sigurmarkið en það var dæmt af. Ef ÍA hefði unnið leikinn hefði Breiðablik getað verið í bílstjórasætinu í loka umferðinni þegar þeir mæta Víking. Höskuldur segir að þetta hafi ekki truflað leikmenn komandi inn í leikinn.

„Þannig séð ekki, við vorum að reyna að fylgjast bara ekkert með leiknum. Það er nógu mikil spenna fyrir, bara að fókusa á okkur, þannig óþarfi að vera að ýta við fleiri tilfinningum. Hvað varðar stöðuna, hvort við hefðum farið með forskot inn í þann leik. Þá í fullri hreinskilni er ég ánægður að við þurfum að sækja sigur, það fer okkur betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner