Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
   þri 18. júní 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH heimsóttu Stjörnumenn á Samsungvellinum í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Bæði lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi í síðustu umferðum en bið FH verður að bíða örlítið lengur.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Alltaf vonbriði að tapa. Mér fannst við ekkert þurfa að tapa þessum leik." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir tapið í kvöld.

„Við fengum á okkur fjögur mörk, fengum á okkur þrjú síðast. Við erum bara að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Liðsvarnarleikurinn er ekki nógu góður og við skorum alltaf nóg af mörkum en við fáum alltof mikið af mörkum á okkur. Við þurfum bara að fara í ákveðna grunnvinnu og vera með grunnatriði leiksins á hreinu. Fyrsta hugsun verður að halda markini hreinu." 

FH komst yfir í leiknum en misstu svo leikinn frá sér. 

„Þetta var svolítið skrítinn leikur sem markaðist af því að það var langt síðan það var spilað. Við vorum með í byrjun sérstaklega einfaldar sendingar að klikka hjá okkur og svona en við komumst yfir. Ætluðum að halda út í hálfleikinn en misstum fókus. Þeir tóku aukaspyrnu strax og við vorum ekki klárir og skoruðu." 

„Þeir byrja seinni hálfleikinn ágætlega en mér fannst við komast inn í leikinn en samt sem áður þá vorum við að skapa einhver færi og skoruðum tvö mörk en það var bara eins og ég nefndi áður, varnarleikur liðsins er ekki nógu góður." 

Nánar er rætt við Heimi Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
8.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner