Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
   þri 18. júní 2024 21:09
Kári Snorrason
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fékk Vestra í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-2 fyrir Árbæingum í stórskemmtilegum leik. Þetta er annar sigur Fylkis í Bestu-deildinni í sumar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

„Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur að vinna, til að komast nær þessum liðum fyrir ofan okkur. Við settum þetta upp eins og úrslitaleik eins og gegn HK, við erum búnir að vinna þá báða."

„Við vorum agaðir og skipulagðir í okkar leik. Enda skoruðum við þrjú góð mörk, varamennirnir koma inná og breyta leiknum. Svo á Óli markvörslu sem þýðir að við vinnum leikinn, gríðarlega jákvætt."

Daði Ólafsson var í leikmannahópi Fylkis en hann er búinn að glíma við krossbandaslit í tæpt eitt og hálft ár. Unnar Steinn kom inná en hann er einnig búinn að glíma við meiðsli.

„Þessir strákar eru búnir að vinna hart að því að ná sér aftur á strik. Þetta skilar sér þessi langerfiða vinna að koma sér úr erfiðum meiðslum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner