Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. ágúst 2018 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Djibril Cisse í ítölsku D-deildina (Staðfest)
Cisse hatar ekki heljarstökkin.
Cisse hatar ekki heljarstökkin.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse er genginn til liðs við Vicenza í ítölsku D-deildinni.

Cisse gerði garðinn frægan í kringum aldamótin þar sem hann raðaði inn mörkunum með Auxerre í franska boltanum og gerði 6 mörk í 4 U21 landsleikjum.

Eftir það var hann keyptur til Liverpool þar sem hann vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili.

Dvöl Cisse hjá Liverpool var þó ekki aðeins dans á rósum og átti hann eftir að spila meðal annars fyrir Marseille, Sunderland, Panathinaikos, Lazio og QPR næstu árin.

Cisse lék fyrir Yverdon-Sport FC í svissnesku D-deildinni á síðasta tímabili og skoraði 24 mörk í 28 deildarleikjum.

Vicenza var í ítölsku B-deildinni í fyrra en var lýst gjaldþrota í sumar og þarf því að byrja aftur í neðstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner