Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gonalons kominn til Sevilla (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Maxime Gonalons er kominn til Sevilla á láni frá ítalska félaginu Roma. Hann ætlar að dvelja á Spáni í vetur.

Gonalons er 29 ára miðjumaður sem Roma fékk á gjafaverði frá Lyon síðasta sumar, eða fyrir rétt rúmlega 5 milljónir evra.

Hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Roma voru lið í ensku úrvalsdeildinni á eftir honum fyrr í sumar. Það var hins vegar Sevilla sem vann kapphlaupið um hann.

Sevilla missti á dögunum Steven N'Zonzi til Roma og kemur Gonalons væntanlega til með að fylla skarð hans.

Sevilla hóf leik í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og sigraði nýliða Rayo Vallecano örugglega, 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner