Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. mars 2012 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeild Evrópu - Fabregas á bekknum
Mynd: Getty Images
Það fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þá eigast AC Milan og Barcelona við á San Siro á meðan Marseille og FC Bayern mætast í Frakklandi.

Barcelona byrjar með gríðarlega sterkt lið eins og búist var við. Alexis Sanchez byrjar inn á hjá þeim í dag. Þá eru Andrés Iniesta, Xavi og Lionel messi allir í byrjunarliðinu. Cesc Fabregas er þó á bekknum hjá Börsungum.

Byrjunarlið AC Milan er þá ekkert ónýtt heldur, en þar stjórna Robinho, Zlatan Ibrahimovic og Kevin-Prince Boateng sóknarleiknum. Hinn ungi Stephan El Shaarawy, sem hefur staðið sig vel að undanförnu byrjar á bekknum.

Þá má sjá byrjunarlið bæði Marseille og FC Bayern hér að neðan einnig.

Byrjunarlið AC Milan: Abbiati (m), Mexes, Nesta, Antonini, Bonera, Nocerino, Ambrosini, Seedorf, Boateng, Ibrahimovic, Robinho.
Bekkur: Amelia, Mesbah, Yepes, Aquilani, Emanuelson, Lopez, El Shaarawy.

Byrjunarlið Barcelona: Valdés (m), Alves, Pique, Puyol, Mascherano, Xavi, Busquets, Keita, Sanchez, Iniesta, Messi.
Bekkur: Pinto, Muniesa, Montoya, Fabregas, Thiago, Pedro, Tello.

Byrjunarlið Marseille: Andrade (m), Azpilicueta, Fanni, N'Koulou, Morel, Mbia, Diarra, Amalfitano, Valbuena, Ayew, Remy.
Bekkur: Bracigliano, Traore, Cheyrou, Kabore, Brandao, Gignac, J. Ayew

Byrjunarlið FC Bayern: Neuer (m), Boateng, Lahm, Badstuber, Ribery, Robben, Alaba, Gustavo, Kroos, Muller, Gomez.
Bekkur: Butt, Rafinha, Contento, Pranjic, Tymoschuk, Schweinsteiger, Olic
Athugasemdir
banner
banner