Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 24. apríl 2024 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjólfur á skotskónum í norska bikarnum - Brynjar Ingi lagði upp
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Brynjólfur Willumsson var á skotskónum þegar Kristianstad komst í áfram í norska bikarnum í kvöld.


Hann jafnaði metin fyrir liðið í 1-1 gegn Traeff sem leikur í fjórðu efstu deild en Kristianstad vann leikinn 2-1 að lokum. Kristianstad er nýliði í efstu deild. Brynjar Ingi Bjarnason lagði upp fjórða mark HamKam í 4-1 sigri liðsins gegn Elverum sem leikur einnig í fjórðu efstu deild.

Patrik Sigurður Gunnarsson var á bekknum þegar Viking vann 4-3 sigur á Torvastad og Logi Tómasson var á bekknum hjá Strömsgodset sem vann 3-0 sigur á Jerv. Þá eru Davíð Snær Jóhannesson og félagar í Álasund óvænt úr leik eftir 1-0 tap gegn Hödd.

Kolbeinn Þórðarson var tekinn af velli undir lokin þegar Gautaborg tapaði 1-0 gegn Hacken í sænsku deildinni. Adam Benediktsson var áfram á bekknum. Valgeir Lunddal Friðriksson er áfram á meiðslalistanum hjá Hacken.

Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður þegar Twente vann 3-1 sigur á Almere City í hollensku deildinni. Twente er í 3. sæti með 63 stig. Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax vegna meiðsla þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Excelsior. Ajax er í 5.sæti með 49 stig.

Þá spilaði Hákon Arnar Haraldsson rúman klukkutíma þegar Lille tapaði 1-0 gegn Monaco í frönsku deildinni. Lille er í 4. sæti með 52 stig, sex stigum á eftir Monaco sem er í 2. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner