Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 20:16
Elvar Geir Magnússon
Færeyjameistararnir reka þjálfarann
KÍ er í þjálfaraleit.
KÍ er í þjálfaraleit.
Mynd: EPA
Færeysku meistararnir KÍ frá Klaksvík eru í þjálfaraleit en Norðmaðurinn Haakon Lunov sem var ráðinn fyrir tímabilið hefur verið látinn taka pokann sinn.

Í yfirlýsingu frá KÍ er haft eftir Lunov að hann hafi lagt sig allan fram í starfinu en því miður hafi gengi liðsins ekki verið eins og vonast var eftir.

KÍ hafði mikla yfirburði í færeysku deildinni í fyrra en er nú í þriðja sæti eftir sex umferðir, sex stigum frá Víkingi í Götu sem trónir á toppnum. Þá féll KÍ úr leik gegn HB í færeyska bikarnum í vikunni.

Klaksvík réð Lunov til starfa í kjölfar þess að danska liðið Lyngby sótti Magne Hoseth, sem hafði gert frábæra hluti með liðið, til að taka við af Frey Alexanderssyni sem fór til Belgíu.

Ekkert gekk upp hjá Hoseth með Lyngby og hann var rekinn eftir aðeins 50 daga í starfi. Spurning hvort hann snúi aftur til Klaksvíkur?

Hoseth er einnig norskur og náði frábærum árangri með KÍ, kom liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem það stóð sig með mikilli prýði.
Athugasemdir
banner
banner
banner