Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland fjarri góðu gamni
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland verður ekki með Manchester City í mikilvægum leik gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Frá þessu sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, á fréttamannafundi í dag, miðvikudag.

Haaland var tekinn af velli eftir venjulegan leiktíma þegar Manchester City tapaði gegn Real Madrid í vítakeppni í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

Hann missti í kjölfarið af leiknum þegar Man City lagði Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins.

Haaland hefur skorað 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar.

City er fyrir leikinn á morgun fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal, en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða..
Athugasemdir
banner
banner