Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 17:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Þolinmæðisverk fyrir Víkinga - Framlengt á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingi Þór Sigurðsson
Ingi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bikarmeistarar Víkings voru í basli gegn Víði á heimavelli í dag.


Víðir sem leikur í 3. deild í sumar náði forystunni með ótrúlegu marki eftir tæplega stundafjórðung. Víðismenn fengu aukaspyrnu fyrir aftan miðju og David Toro Jimenez var fljótur að hugsa og lét vaða á markið.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður Víkinga var langt út úr markinu og ekki tilbúinn í þetta og Jimenez skoraði. Víkingum tókst hins vegar að snúa blaðinu við og sigla þessu heim. Nikolaj Hansen innsiglaði sigur liðsins.

Skagamenn halda áfram að skora mörkin en liðið lagði Tindastól í dag. Ingi Þór Sigurðsson var nálægt því að skora þrennu en hann skaut yfir úr vítaspyrnu seint í leiknum.

Afturelding lagði Dalvík/Reyni. Þórsarar lögðu Gróttu í hörku leik en það er framlengt á Akureyri þar sem KA og ÍR eigast við.

Dregið verður í 16 liða úrslitum á morgun.

Víkingur R. 4 - 1 Víðir
0-1 David Toro Jimenez ('13 )
1-1 Aron Elís Þrándarson ('16 )
2-1 Helgi Guðjónsson ('68 )
3-1 Ari Sigurpálsson ('80 )
4-1 Nikolaj Andreas Hansen ('82 )
Lestu um leikinn

KA 1 - 1 ÍR
1-0 Harley Bryn Willard ('47 )
1-1 Hákon Dagur Matthíasson ('93 )
Lestu um leikinn

ÍA 3 - 0 Tindastóll
1-0 Ingi Þór Sigurðsson ('34 )
2-0 Ingi Þór Sigurðsson ('44 )
2-0 Ingi Þór Sigurðsson ('71 , misnotað víti)
3-0 Hilmar Elís Hilmarsson ('74 )
Lestu um leikinn

Afturelding 4 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Hrannar Snær Magnússon ('44 )
2-0 Patrekur Orri Guðjónsson ('66 )
2-1 Tómas Þórðarson ('76 )
3-1 Patrekur Orri Guðjónsson ('78 )
4-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('90 )
Lestu um leikinn

Grótta 0 - 3 Þór
0-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('62 )
0-2 Rafael Alexandre Romao Victor ('75 )
0-3 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('86 )
Rautt spjald: ,Tareq Shihab, Grótta ('55)Bjarki Þór Viðarsson , Þór ('84) Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner