Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 25. apríl 2024 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Sami Kamel
Sami Kamel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel hetja Keflavíkur í bikarsigri gegn Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins var lítið að flækja hlutina er hann mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum og svaraði því til aðspurður um tilfinninguna.

„Frábær bara virkilega góð tilfinning.“

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Sami sem gerði tvö stórglæsileg mörk í kvöld var að vonum glaður en fann hann á sér fyrir leikinn að eitthvað gott væri í vændum og var orkan í liðinu jákvæð komandi inn í leikinn.?

„Kvöld sem þessi þá getur maður leyft sér að dreyma um að sigra eitt af stóru liðunum. Við þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku og þá geta hlutir eins og þetta gerst.“

Sami sem er á leið í sitt annað tímabil með Keflavík var nokkuð frá vegna meiðsla í fyrra. Hvernig er standið á honum í dag? Er hann á betri stað nú en þá?

„Ég er tilbúnari, ég var í fínu formi í fyrra en ég gerði persónuleg mistök. Nú er ég klárari, í betra formi og tilbúinn í þessa áskorun sem er framundan.“

Lengjudeildin hefst um aðra helgi og lá því beinast við að spyrja Sami hvert Keflavíkurliðið stefndi þar. Er hann viss um að liðið muni berjast um sæti í Bestu deildinni að ári?

„Maður getur aldrei verið viss um neitt í lífinu. Við erum ekki einu sinni viss um morgundaginn heldur þykjumst við bara vera það. En ég býst við því af okkur að við verðum gott lið líkt og við sýndum í dag. Ég ætlast til þess af okkur að við séum samkeppnishæfir í öllum leikjum og að við gerum okkar besta. Að því loknu sjáum við hvar við stöndum. “

Sagði Sami Kamel en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner