Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 19. júlí 2012 06:00
Sebastían Sævarsson Meyer
Serdar Tasci dreymir um að spila með AC Milan
Serdar Tasci.
Serdar Tasci.
Mynd: Getty Images
AC Milan er á höttunum á eftir Serdar Tasci, varnarmanni Stuttgart, samkvæmt umboðsmanni hans.

Þessi 25 ára Þjóðverji á að fylla skarðið sem Thiago Silva sem skildi eftir sig eftir að hafa verið seldur til Paris St. Germain á dögunum.

Francesco Di Frisco, umboðsmaður, segir að skjólstæðingur sinn hafi lengi dreymt um að spila fyrir AC Milan en telur það ekki líklegt að Stuttgart leyfi honum að fara.

,,AC Milan líkar mjög vel við Serdar og leikmanninum hefur dreymt um að spila í Milan frá barnsaldri," sagði Di Frisco.

,,Samningur hans rennur út árið 2014 og Stuttgart vill ekki láta hann fara þar sem hann er fyrirliði liðsins."

,,En það eru mörg önnur stórlið á eftir leikmanninum. Það eru lið eins og Barcelona og sérstaklega ensku liðin Manchester City og Tottenham sem hafa áhuga á honum."

Athugasemdir
banner
banner