Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 10. mars 2014 13:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Miðvarðapar ÍBV kom í heimsókn
Brynjar Gauti Guðjónsson.
Brynjar Gauti Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV.
Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson, miðverðir ÍBV, voru mættir upp á fasta landið um helgina og mættu í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net. Víða var komið við í spjalli við þá félaga en hægt er að hlusta á upptöku í spilaranum hér að ofan.

Í upphafi var byrjað að ræða þjálfaraskiptin. Hermann Hreiðarsson og David James stýrðu liðinu í fyrra en nú eru Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Dean Martin með stjórnartaumana. Dean Martin sér til þess að menn eru í formi.

„Hann keyrir okkur í gólfið við hvert tækifæri. Það er klárt mál að við verðum í toppformi með hann öskrandi á sig," segir Brynjar og Eiður tekur undir:

„Munurinn í ár og í fyrra er helst sá að ég held að allir séu í betra formi. Það var ekki mikið um hlaup hjá Hemma og James. Við erum að fá að finna aðeins fyrir því núna sem er bara fínt."

James alltaf til í spjall
Þeir segja síðasta sumar hafa verið mikið ævintýri.

„Þetta var virkilega skemmtilegt og maður lærði helling hjá þeim. Það var líka lagt mikið upp úr skemmtanagildinu," segir Brynjar. Þeir félagar lærðu helling af því að spila með David James fyrir aftan sig.

„Hann talaði í klukkutíma fyrir leik og klukkutíma eftir leik. Það var ekkert að skemma að hafa hann þarna fyrir aftan okkur. Það lærðu allir mjög mikið af honum. Hann er til dæmis duglegur að hafa samband við Gauja (Guðjón Orra Sigurjónsson) markvörð hjá okkur," segir Eiður og Brynjar heldur áfram:

„Það var ekkert að sjá á honum að hann væri eitthvað stærri en aðrir. Hann var alltaf til í að spjalla við menn og hugsaði ekki um annað en fótbolta. Maður gat lent á löngu spjalli við hann um boltann. Hann var bara virkilega stór partur af samfélaginu."

„Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar þetta var að gerast (James var að koma) og maður trúir því varla núna. Það var frábært að hafa hann," segir Eiður.

Hefur lítinn áhuga á að fara aftur til Örebro
Hvar vilja Eyjamenn enda næsta sumar?

„Liðið er ekki alveg klárt held ég en við ætlum okkur einhverja hluti það er klárt. Það er kannski fyrsta markmið að ná Evrópusæti án þess að við séum farnir að ræða markmiðin."

Eiður Aron er enn samningsbundinn Örebro í Svíþjóð og er aðeins á láni hjá uppeldisfélagi sínu. Hann samdi við Örebro 2011 en félagið hefur ekkert viljað nota hann án nokkurra skýringa.

„Ég hef ekki svarið við því, ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég fór og gerði mitt en var látinn sitja upp í stúku. Ég gat ekki gert neitt meira. Því fannst mér best að koma hingað heim og endurhlaða," segir Eiður.

„Ég hef lítinn áhuga á að fara aftur þangað (til Örebro) en ég hef klárlega áhuga á að fara aftur út. Maður þarf bara að byrja upp á nýtt."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner