Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 25. júlí 2014 22:32
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Már: Ég vildi koma heim í sveitina
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur við fyrsta leikinn og liðið spilaði líka frábærlega," segir Þorsteinn Már Ragnarsson sem fiskaði víti og skoraði mark í 2-0 sigri Víkings Ólafsvík gegn Selfossi í kvöld.

Þorsteinn er uppalinn hjá Víkingi en er kominn á lánssamningi frá KR út tímabilið og stimplaði sig vel inn strax í fyrsta leik.

„Við vorum allir að berjast og spila fyrir hvorn annan. Við byrjuðum illa en svo urðum við betri. Arnar Darri varði frábærlega í byrjun og eftir að við skoruðum þá kveiknaði almennilega á okkur."

„Það er mjög þægilegt að klæðast Víkingsbúningnum aftur. Það er gott að vera kominn heim. Maður þekkir strákana vel og þjálfarann vel."

Víkingar fengu flottan stuðning í kvöld en það voru fleiri Ólsarar en Selfyssingar í stúkunni á Selfossi í kvöld.

„Víkingssveitin og stuðningurinn er frábær bæði á heimaleikjum og útileikjum."

En aðdragandinn að því að þú ferð aftur í Víking?

„Ég vildi fá að spila, taka 90 mínútur og fá sjálfstraust og ánægjuna við að spila fótbolta. Það voru einhverjar fyrirspurnir úr Pepsi-deildinni en ég vildi bara fara heim. Það er gott að koma heim í sveitina," segir Þorsteinn.

„Það væri vissulega geðveikt að komast upp með liðinu en við tökum einn leik í einu og sjáum hvar það endar. Það getur allt gerst og fimm til sex lið að berjast um annað sætið."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner