Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. ágúst 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Liverpool heimsækir Tottenham
Mario Balotelli verður líklega í byrjunarliði Liverpool.
Mario Balotelli verður líklega í byrjunarliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem sjö leikir eru spilaðir á laugardegi og þrír á sunnudegi.

Manchester United heimsækir Burnley í fyrsta leik helgarinnar. Þar verður spennandi að fylgjast með Louis van Gaal og lærisveinum hans, sem eru aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir og nýbúnir að tapa fyrir MK Dons í deildabikarnum.

Ríkjandi meistarar Manchester City eiga heimaleik við Stoke á sama tíma og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá West Brom í heimsókn.

Lokaleikur laugardagsins verður gríðarlega spennandi þar sem Everton fær Chelsea í heimsókn.

Sunnudagurinn hefst á stórleik helgarinnar þegar Tottenham tekur á móti Liverpool og lýkur með viðureign nýliða Leicester og Arsenal á King Power Stadium.

Laugardagur:
11:45 Burnley - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Swansea - West Brom (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Manchester City - Stoke (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Newcastle - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 4)
14:00 QPR - Sunderland (Stöð 2 Sport 5)
14:00 West Ham - Southampton (Stöð 2 Sport 6)
16:30 Everton - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:30 Tottenham - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
12:30 Aston Villa - Hull (Stöð 2 Sport 3)
15:00 Leicester - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner