Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. nóvember 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Formaður Selfoss um veðmála sögu: Einhver grín saga
Úr leik hjá Selfyssingum árið 2008.
Úr leik hjá Selfyssingum árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir ekkert til í sögu um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Fjarðabyggð í næstsíðustu umferð árið 2008.

Viðar Örn Kjartansson var í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag þar sem hann talaði um sögu sem hefur gengið um meint veðmálasvindl í leik Fjarðabyggðar og Selfoss í næstsíðustu umferðinni í 1. deildinni árið 2008. Selfoss tapaði leiknum 2-1 og missti fyrir vikið af sæti í Pepsi-deildinn.

,,Menn hafa talað um veðmálasvindl í leiknum á móti Fjarðabyggð. Þetta er kannski einhver grín saga og ég veit ekki hvað er til í þessu en það var búið að veðja óeðlilega mikið á að Fjarðabyggð sem var í 10. sæti myndi vinna þennan leik. Þetta átti að vera skyldusigur fyrir okkur,“ sagði Viðar meðal annars.

Óskar segir að Selfyssingar telji ekki að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í leiknum.

,,Eins og hann segir sjálfur þá er þetta bara einhver grín saga. Við töpuðum bara þessum leik og misstum af sætinu," sagði Óskar við Fótbolta.net í dag.

Zoran Miljkovic var þjálfari Selfyssinga á þessum tíma en hann tók aftur við Selfyssingum í haust. ,,Ef það væri eitthvað til í þessu þá væri Zoran auðvitað ekki hjá okkur í dag," sagði Óskar einnig um söguna.
Athugasemdir
banner