Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. mars 2015 22:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Staðan í riðlinum - Ísland í frábærri stöðu
Ísland er í frábærri stöðu eins og sjá má hér.
Ísland er í frábærri stöðu eins og sjá má hér.
Mynd: Getty Images
Dagurinn gat vart farið betur fyrir strákana okkar í landsliðinu en eins og allir vita unnu þeir sannfærandi, 3-0 sigur á Kasakstan.

Lettar gerðu svo vel í að ná jafntefli á útivelli gegn Tékkum á meðan Holland og Tyrkland gerðu einnig jafntefli.

Sannkallaður drauma dagur fyrir strákana og verður þetta að teljast virkilega gott færi á að komast á stórmót í fyrsta skipti.

Efstu tvö sætin gefa sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Eitt lið fer áfram með besta árangurinn í þriðja sæti í riðlinum. Það verða síðan átta lið sem enda í þriðja sæti síns riðils sem fara í umspil og keppast um síðustu lausu sætin í lokakeppninni.

Ísland á fimm leiki eftir í undankeppninni en næst á dagskrá er leikur Íslands og Tékklands sem verður gríðarlega mikilvægur.

Næstu leikir Íslands
12.júní: Ísland - Tékkland
3.september: Holland - Ísland
6.september: Ísland - Kasakstan
10.október: Ísland - Lettland
13.október: Tyrkland - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner