Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 09. nóvember 2015 12:20
Elvar Geir Magnússon
Milos Milojevic: Ég sakna Óla Þórðar
Milos með þjálfaramöppuna.
Milos með þjálfaramöppuna.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos kom upphaflega til Íslands til að spila með Hamri í Hveragerði.
Milos kom upphaflega til Íslands til að spila með Hamri í Hveragerði.
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Reykjavík, kom í mjög áhugavert viðtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag en í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.

Milos kom upphaflega til landsins til að spila með Hamri frá í 3. deildinni en hann hafði þá verið að mennta sig í íþróttafræði samhliða ferlinum heima.

„Ég vildi fara og prófa eitthvað nýtt, ég var 24 ára og taldi að það væri erfitt að verða atvinnumaður í sterkri deild," segir Milos sem stökk á tækifærið að koma til Íslands. Hann spilaði með Ægi Þorlákshöfn í tvö ár áður en hann gekk aftur í raðir Hamars.

2008 tók hann við þjálfun 4. flokks Víkings en spilaði áfram í Hveragerði.

„Ég er þannig að ég vildi ekki troða mér í neitt en ég beið eftir því að Víkingar myndu bjóða mér að prófa að vera með þeim. Svo fékk ég að vita að Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, vildi skoða mig og Víkingar fréttu að ég væri byrjaður að æfa með Blikum. Það fannst Víkingum eiginlega ekki í boði og fengu mig sem leikmann, það var þægilegt að vera að æfa og þjálfa hjá sama félagi," segir Milos en meiðsli hjá honum fóru að setja strik í reikninginn.

„Ég sá að ég ætti meiri framtíð í þjálfun en að spila. Ég fór að einbeita mér að því að þjálfa en reyndi að hjálpa í 2-3 leikjum sem leikmaður."

Ég og Óli spjöllum oft saman
Í nóvember 2012 var Milos ráðinn sem aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá meistaraflokki Víkings. Hann var svo ráðinn aðalþjálfari við hlið Ólafs í fyrra.

„Það vantaði aðstoðarþjálfara fyrir Óla þegar Helgi Sigurðsson, nú aðstoðarmaður minn, fór til starfa hjá Fram. Ég og Óli náðum mjög vel saman og ég viðurkenni það að ég sakna hanns. Hann er frábær manneskja og hann væri ekki búinn að vera svona lengi í kringum fótbolta á Íslandi ef það væri ekki vit á bak við það sem hann gerir," segir Milos en Ólafur var rekinn í sumar.

Athygli vakti að Ólafur var látinn taka pokann sinn en Milos hélt áfram og varð einn aðalþjálfari. Þetta fyrirkomulag var gagnrýnt en Milos segir að hann og Ólafur hafi rætt þetta sín á milli.

„Í fótboltanum koma tímar þar sem hlutirnir ganga ekki og þá er það þjálfarinn sem er skotinn niður. Þannig er bara þetta starf. Við vorum saman í þessu. Ég og Óli spjölluðum saman um hvað væri best fyrir okkur og best fyrir Víking. Niðurstaðan var sú að ég myndi vera áfram ef stjórnin myndi gefa mér traust sem hún svo gerði. Óli sagði að það yrði best fyrir minn þjálfaraferil að ég yrði áfram ef ég treysti mér til að halda liðinu í deildinni."

„Ég lærði helling af Óla; samskipti við stjórn, samskipti við fjölmiðla og hitt og þetta. Ég er honum þakklátur. Við erum í reglulegu sambandi og spjöllum oft saman. Það er gott að hafa reyndari þjálfara sem hægt er að spjalla við og hann hefur reynst mér vel."

Sé ekki peningana á vellinum
Milos er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari og vill festa Víkingsliðið í sessi í efri hluta efstu deildar.

„Ef við fáum 2-3 mjög góða leikmenn og góða karaktera getum við náð að brúa þetta peningabil sem er upp í efstu liðin. Það sem mig langar að fara með þetta lið er að Víkingur verði alltaf í topp fimm og samkeppnishæft í Evrópubaráttuna," segir Milos.

„Það verður að hafa skýrt markmið en það verður líka að hafa raunhæft markmið. Sum félög eru með meiri pening milli handanna en þegar leikurinn byrjar sé ég ekki peninga á grasinu. Það eru bara ellefu leikmenn gegn ellefu leikmönnum og þeir leikmenn sem eru með trúna og eru betur undirbúnir vinna."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar fer Milos nánar út í hans sýn á boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner