Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. nóvember 2015 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Phil Neville stýrir Valencia gegn Barcelona
Phil Neville var partur af þjálfarateymi enska landsliðsins.
Phil Neville var partur af þjálfarateymi enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, bróðir Gary Neville og fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton, tekur tímabundið við stjórn Valencia eftir að Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri liðsins, var rekinn.

Neville hefur verið aðstoðarþjálfari Valencia og fær það verðuga verkefni að stýra liðinu gegn toppliði og Spánarmeisturum Barcelona. Neville tekur við félaginu þar til nýr þjálfari verður ráðinn.

Liðin mætast á Mestalla Stadium, heimavelli Valencia, næsta laugardag og geta heimamenn komist í evrópudeildarsæti með sigri.

Valencia vermir níunda sæti deildarinnar, með nítján stig úr þrettán umferðum.

Þetta verður frumraun Neville sem þjálfari í hæsta gæðaflokki en hann stýrði utandeildarliðinu Salford City, sem er í eigu fimm fyrrverandi samherja Neville hjá Manchester United, í einum leik ásamt Paul Scholes.
Athugasemdir
banner
banner
banner