Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2016 08:22
Jóhann Ingi Hafþórsson
Wenger tilbúinn að taka við Englandi eftir eitt ár?
Powerade
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Benteke
Benteke
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. Nú er komið að slúðrinu, njótið vel.

Arsenal hefur ekki miklar áhyggjur á að Arsene Wenger vilji taka við enska landsliðinu en hann hefur verið orðaður við starfið. (Sun)

Wenger hefur áhuga að að tala við ensku knattspyrnusambandið ef þeir eru tilbúnir í að bíða í eitt ár. (The Times)

Laurent Blanc er einnig einn af þeim sem koma til greina fyrir starfið en hann fór frá PSG í þessari viku. (Mirror)

Luiz Felipe Scolari, Sam Allardyce og Steve Bruce hafa allir áhuga á starfinu (The Sun)

Ryan Giggs hefur við boðið lækkun í tign hjá Manchester United en hann hefur sagt nei við því og virðist hann ætla að yfirgefa Manchester United eftir 29 ára veru hjá liðinu. (Daily Mail)

Chelsea eru til í að hlusta á tilboð í Thibaut Courtois, belgíska markmann liðsins. Hann væri þó ekki falinn á minna en 60 milljónir punda. (Daily Mail)

Manchester City vill skipta á Wilfried Bony og John Stones og hafa þeir trú á að þeir náí því, skildi Everton ákveða að selja Romelu Lukaku. (Daily Star)

Chelsea ætlar að hætta við að kaupa Lukaku þar sem Michy Batshuayi er kominn til félagsins. (Daily Star)

Pep Guardiola fær að vita það á föstudag, hvort Manchester City hafi unnið kapphlaupið um Marlos Moreno, kólombískan framherja Atletico Nacional. (Manchester Evening News)

Real Madrid vill fá N'Golo Kante frá Leicester. (Marca)

Arsenal hefur áhuga á að fá Alexandre Lacazette frá Lyon. (Canal=

Liverpool hefur tjáð Crystal Palace að þeir verði að borga 30 milljónir fyrir Christian Benteke. (Daily Telegraph)

Real Madrid gæti boiðið Alvaro Morata, plús 40 milljón pund til að fá Eden Hazard frá Chelsea. (Mirror)

Napoli gæti fengið Radamel Falcao til félagsins, skildi Gonzalo Higuan fara frá þeim. (La Gazzetta dello sport)





Athugasemdir
banner
banner