Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 22:53
Arnar Geir Halldórsson
Mazzarri: Besta frammistaðan undir minni stjórn
Allt brjálað
Allt brjálað
Mynd: Getty Images
Walter Mazzarri, stjóri Watford, var hæstánægður með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 3-1 tap gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag.

WBA komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Watford minnkaði muninn í síðari hálfleik og var líklegri aðilinn þegar Roberto Pereyra var vikið af velli með rautt spjald skömmu fyrir leikslok.

WBA nýtti sér liðsmuninn og gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Mazzari var afar ósáttur með frammistöðu dómarans.

„Ég er mjög ánægður með spilamennsku míns liðs. Ég tel þetta vera bestu frammistöðu liðsins undir minni stjórn og við áttum skilið að vinna."

„Það var brotið á Pereyra. Hann lá í jörðinni og það var sparkað í hann. Hann stendur upp og ýtir aðeins frá sér. Svo fær hann rautt spjald. Þetta var ósanngjörn dómgæsla og hafði mikil áhrif á leikinn,"
segir Mazzarri.


Athugasemdir
banner
banner