Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. febrúar 2017 10:30
Kristófer Kristjánsson
Barcelona horfir til Jurgen Klopp
Powerade
Er ,,gegenpressing
Er ,,gegenpressing" málið í Barcelona?
Mynd: Getty Images
Lionel Messi til Englands?
Lionel Messi til Englands?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum en það er nóg í gangi þar eins og aðra daga.

Liverpool er í viðræðum við Dortmund um kaup á Mario Gotze í sumar. (Mirror)

Barcelona er að íhuga að leita til Jurgen Klopp sem arftaka Luis Enrique, en Spánverjinn er undir mikilli pressu. (Mirror)

Barcelona er einnig talið hafa áhuga á þjónustu Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham. (Express)

Manchester City er að undirbúa 100 milljóna punda tilboð í Lionel Messi en framtíð Argentínumannsins er óviss. (Mirror)

Chelsea er í viðræðum við toppliðið á Frakklandi, Monaco, um möguleg kaup á Bernardo Silva en þessi Portúgali er 22 ára. (Times)

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, hefur fjarlægt sig frá orðrómum þess efnis að hann taki við af Arsene Wenger hjá Arsenal í sumar.

Manchester United mun bjóða Jose Mourinho nýjan fimm ára samning í sumar. (Sun)

Manchester United hefur samið um að kaupa Vinctor Lindelof frá Benfica í sumar en þessi Svíi var mikið orðaður við enska risann í janúar glugganum. (Record)

Liverpool mun bjóða í Leicester ungstirnið, Ben Chilwell, í sumar en hann er 20 ára gamall. (Express)

Adam Lallana mun fá væna launahækkun í sumar en honum verður boðinn samningur upp á 150 þúsund pund á viku í sumar hjá Liverpool. (Sun)

Manchester City og Arsenal hafa áhuga á hinum 16 ára Moise Kean, framherja Juventus. (Calciomercato)

Athugasemdir
banner